Kerfisvilla hjá Fiskistofu

Deila:

Kerfisvilla í kerfum Fiskistofu hefur leitt til þess að heimild til að veiða 5% umfram aflamark í makríl og norsk-íslenskri síld – sem dregst svo af úthlutun næsta árs – hefur verið skráð 10%.

Fiskistofa mun leiðrétta þessa villu mánudaginn 13. nóvember. Stofnunin beinir því til þeirra sem eiga veiðiheimildir í þessum tegundum að fylgjast með breytingu á aflastöðu skipanna og gera viðeigandi ráðstafanir.

„Þar sem þessi villa á sér stað í kerfum Fiskistofu mun stofnunin ekki stöðva veiðar viðkomandi skipa um sinn sem fara í umframafla í þessum tegundum við breytinguna. Fiskistofa áréttar þó að ef staða þeirra hefur ekki verið leiðrétt fyrir 15. desember næstkomandi þá mun umframafli í tegundum vera meðhöndlaður sem ólögmætur sjávarafli,” segir á vef Fiskistofu.

Deila: