Tillaga að rekstrarleyfi Arctic Sea Farm

Deila:

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að breytingu á rekstrarleyfi Arctic Sea Farm í Patreks- og Tálknafirði en fyrirtækið er með rekstrarleyfi fyrir 6.800 tonna framleiðslu og 7.800 tonna hámarkslífmassa af laxi í Patreks- og Tálknafirði (FE-1145) sem var gefið út 27. ágúst 2019.

Tillaga að breytingu á rekstrarleyfi byggir á tilkynningu Arctic Sea Farm frá 2020  um breytingu á eldissvæðum og tilkynningu Arctic Sea Farm frá 2021 um breytingu á hvíldartíma í Patreks- og Tálknafirði og ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 2021 um breytingu á eldissvæðum og hvíldartíma í Patreks- og Tálknafirði.

Breyting á rekstrarleyfinu heimilar stækkun á eldissvæðinu Kvígindisdal í Patreksfirði. Eldissvæðið Hvannadalur í Tálknafirði verður óbreytt. Hvíldartími eldissvæða verður eftir breytingu 90 dagar í stað 180 daga áður. Hámarkslífmassi rekstrarleyfisins (FE-1145) verður óbreyttur 7.800 tonn. Gildistími rekstrarleyfisins helst óbreyttur.

Eftir breytingar verður Arctic Sea Farm áfram með eitt eldissvæði í Patreksfirði og eitt eldissvæði í Tálknafirði.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar á Matvælastofnun á mast@mast.is. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 18. maí 2022.

Deila: