Oddur á Nesi kominn heim

Deila:

Nýsmíðin Oddur á Nesi SI 76 kom til á heimahafnar á Siglufirði í fyrsta sinn í gærdag um kl 17:30 eftir um rúma 5 tíma siglingu frá Akureyri. Hópur fólks beið á Togarabryggjunni til þess að fagna komu bátsins og þeyttu bílar flautur sínar til þess að bjóða hið nýja fley velkomið til heimahafnar. Svo segir á skipasíðunni http://skoger.123.is/

Oddur á Nesi SI er 11,99 metrar á lengd og 5,59 metrar á breidd og 29,5 bt að stærð og er í eigu BG Nes á Siglufirði. Þar segir ennfremur:

Í Fiskifréttum sagði Freyr Steinar Gunnlaugsson eigandi bátsins: „Lestin er stór og rúmar 29 stykki af 660 lítra körum í botninn. Þau taka um 15 tonn af fiski. Hægt verður einnig að vera með 58 stykki 440 lítra kör, það komast tvö markaðskör í hæðina. Alls gæti báturinn ef því er að skipta borið hátt í 30 tonn í lest.“

Oddur á Nesi SI verður gerður á landbeitta línu og segir Freyr að báturinn geti borið 100 bala en róið verði að jafnaði með 48 bala .
Á síðunni má sjá fleiri þegar að Oddur á Nesi kom að bryggju.

 

Deila: