Leggja til 289.000 tonna þorskkvóta

Deila:

Landssamband smábátaeigenda leggur til að leyfilegur þorskafli á næsta ári verði 289.000 tonn, sem er m 25.000 tonnum meira en Hafrannsóknastofnunin leggur til. Byggist tillagan á því að undanfarin ár hefur þorskaflinn ekki náð 20% af viðmiðunarstofni eins og aflaregla Hafró byggir á. Því beri að auka kvótann nú um það sem því nemur sem vantað hefur upp á 20%

Fulltrúar Landssambands smábátaeigenda funduðu fyrir helgi með sjávarútvegsráðherra þar honum voru kynntar tillögur félagsins um hámarksafla á næsta fiskveiðiári.

„Landssamband smábátaeigenda hefur á undanförnum árum hvatt til meiri þorskveiði en tillögur Hafró hafa boðað.  Tillögur LS hafa lengst af verið á hógværum nótum, ef undan er skilið síðasta ár þegar LS gerði tillögu um að heimilt yrði að veiða 20,8% meira en Hafrannsóknastofnun ráðlagði.  Tillaga LS nú gerir ráð fyrir nýrri nálgun sem reiknar heildarafla upp um 9,3%,“ segir á heimasíðu LS. Þar segir ennfremur:

LS Þorskveiði sem hlutfall af veiistofni

„Hlutfall þess sem veitt hefur verið ár hvert úr veiðistofninum hefur undangengin sjö ár verið 18,4%, lægst 2015, 17,7%, en í aflareglu er gert ráð fyrir 20%.  Tillaga LS er að heimilt verði að veiða 289 þúsund tonn af þorski á fiskveiðiárinu 2018/2019, sem er 24.600 tonnum umfram tillögu Hafrannsóknastofnunar.   Viðbótin er mismunur á veiðihlutfalli 2017 (afli/veiðistofn) og 20% hlutfalli sem nýtingarstefna stjórnvalda gerir ráð fyrir.

5,5 milljarða aflaverðmæti

Ætla má að aflaverðmæti þessarar viðbótar, er af verður, verði um 5,5 milljarðar og útflutningsverð kringum 12 milljarðar.  Hér er því um afar mikla hagsmuni að ræða.

LS hvatti sjávarútvegsráðherra til að fara að tillögunum, enda telur félagið að meginstef aflareglunnar sé að árlega séu veidd 20% af veiðistofni.  Einnig benti LS á staða stofnsins nú væri afar góð, fara þyrfti aftur um tæpa sex áratugi til að finna svipað ástand.

LS Veiðistofn þorsks

Þorskstofninn hefur í nútíma aldrei staðið betur, milli 1,3 og 1,4 milljónir tonna 4 ár í röð og er spáð að fari yfir 1,4 milljónir tonna á árinu 2019.

Hrygningarstofninn mælist 652 þúsund tonn og fer stækkandi.  Fara þarf aftur til ársins 1960 til að finna stærri stofn, en það ár voru veidd 470 þúsund tonn af þorski.

Sterk nýliðun.  

LS Nýliðun

Útlit fyrir að veiðar á árinu 2019 verði bornar uppi af 6 stórum árgöngum, sem eru um það bil eða allir stærri en langtímameðaltal nýliðunar 1955-2018 – 175 milljónir 3 ára nýliða.“

 

Deila: