Mesti fjöldi langreyða frá upphafi talninga

Deila:

Langreyði hefur fjölgað jafnt og þétt við Ísland frá upphafi hvalatalninga árið 1987 og var fjöldinn í síðustu talningu (2015) sá mesti síðan talningar hófust. Besta leiðrétta mat fyrir allt talningasvæði Íslands og Færeyja árið 2015 var 40.788 dýr.

Hafrannsóknastofnun ráðleggur að árlegar veiðar á langreyði á tímabilinu 2018-2025 verði ekki meiri en 161 dýr á veiðisvæðinu Austur-Grænland/Vestur-Ísland (EG/WI) og að hámarki 48 langreyðar á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar

Ráðgjöfin er byggð á úttektum vísindanefnda Norður-Atlantshafs Sjávarspendýraráðsins (NAMMCO) og Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC).

Veiðar á langreyði hafa síðastliðin ár verið nálægt ráðlagðri hámarksveiði, að undanskildum árunum 2011 og 2012. Mest af veiðinni hefur farið fram utan landgrunnsins vestur af landinu, en árin 2014 og 2015 færðist veiðin sunnar og austar um haustið. Langreyðarveiðar voru ekki stundaðar árið 2016.

Veiðar á hvölum hér viðland hófust árið 198 eftir langt hlé. Það ár voru veiddar 195 langreyðar og mest var veitt af langreyði árið 1957, 348 dýr. Veiðarnar voru svo bannaðar á árunum 1990 til 2006 þegar 7 langreyðar veiddust. Síðan þá hafa verið veidd á annað hundrað dýr, þegar gert hefur verið út á veiðarnar. Eins fyrirtækið sem stundar veiðar á stórhvelum á Íslandi er Hvalur hf.

Deila: