Kaldadrulla á miðunum

Deila:

Gullver NS landaði 106 tonnum af þorski, ýsu og karfa á Seyðisfirði í fyrrinótt, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar. Þar er haft eftir Þórhalli Jónssyni skipstjóra að karfin hafi fengist í Berufjarðarál og Lónsbugt en þorskurinn á ýsan í Hvalbakshalla og á Breiðdalsgrunni. Fram kemur að ágætlega hafi gengið að fiska en að veðrið hafi verið heldur leiðinlegt síðustu tvo daga; 15 metrar að norðan og kaldadrulla, eins og hann kemst aðorði.

Fram kemur að ufsinn sé eina vandamálið en togurum landsins hefur gengið illa að finna ufsa. „Stundum mætti karfaveiðin einnig vera betri. Þorsk- og ýsuveiðin hefur hins vegar gengið býsna vel. Sérstaklega er áberandi hve mikið er af ýsu,” segir Þórhallur.

Gullver mun halda á ný til veiða á morgun.

Deila: