Grímseyjarferjan á leið í slipp

Deila:

Grímseyjarferjan Sæfari mun fara í slipp mánudaginn 13. nóvember og mun það taka þá viku að gera við ferjuna. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þar segir að að slipptöku sigli Sæfari til Grímseyjar samkvæmt áætlun. Meðan Sæfari verði í slipp verði vöruflutningum sinnt á annan hátt og flugferðum verði fjölgað ef þörf reynist.

Áætlað er að það muni taka alla næstu viku að klára viðgerðina og falla því allar ferðir þá viku niður.

Í fréttinni segir að í ljós hafi komið í síðustu viku að hluti kúplingar framan á skrúfuás hafi losnað. Við það hafi ásinn gengið lítillega aftur og aflagað þéttingar. Skrúfan hefur ekki verið notuð á meðan og nauðsynlegt er að taka ferjuna í slipp til að lagfæra þetta of forða ferkari skemmdum.

Deila: