Segir að endurskoða þurfi strandveiðar

Deila:

Ekki kemur til greina að sækja meiri aflaheimildir eitthvert annað til að úthluta strandveiðimönnum svo þeir geti haldið áfram veiðum. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra við RÚV eftir ríkisstjórnarfund í morgun

Ráðherrann sagðist skilja afstöðu strandveiðimanna, sem hafa boðað til mótmæla á Austurvelli á morgun vegna stöðvunar veiðanna löngu fyrir þann tíma sem ætlaður er til veiðanna. Svandís sagði að þetta fyrirkomulag væri augljóslega snúið. Potturinn kláraðist snemma ár eftir ár en þrátt fyrir það fjölgi strandveiðimönnum. Minna sé því til skiptana.

„Það eru álitamál sem lúta að svæðaskiptingu þannig að það er alveg á hreinu að til að þessar veiðar nái markmiðum sínum þarf að fara í saumana á því og endurskoða það á einhvern hátt.“

Deila: