Lúða í smjör- og sítrónusósu
Nú gerum við vel við okkur í tilefni sumarkomunnar. Gæðum okkur á lúðu með smjörsósu, brokkoli og gulrótum. Þetta er sérlega hollur og góður réttur, tilvalinn veislumatur á vordögum.
Innihald:
Lúðan:
4 bitar úr lúðuflaki, hver um 180g roð- og beinlausir
matarolía til steikingar
1 msk. smjör
salt
pipar
safi úr einni sítrónu
Sítrónu- og smjörsósa:
375ml hvítvín
100ml hvítvínsedik
5g timían
1 lárviðarlauf
3 hvítlauksgeirar, marðir
50ml rjómi
200g smjör
safi úr ½ sítrónu
salt og pipar
Villisveppir:
300g af villisveppum
50 g smjör
10g steinselja
10g af parmesan osti, rifnum
salt
500g brokkoli
4 -6 gulrætur eftir stærð
salt.
Sósan:
Blandið saman hvítvíni og ediki í potti. Bætið timían og hvítlauk saman við og látið lárviðarlaufið út í. Látið sjóða niður í 200 ml. Bætið rjómanum út í og hrærið smjörið út í smá bitum. Hellið sósunni í gegnum sigti og smakkið til með sítrónusafanum. Leggið sósuna til hliðar og haldið henni heitri.
Fiskurinn:
Hitið olíu á pönnu og smávegis af smjöri. Kryddið fiskinn með salti og pipar. Steikið fiskbitana uns þeir eru orðnir gullnir á báðum hliðum. Kreistið sítrónusafa yfir fiskibitana.
Steikið sveppina í smjöri þar til þeir verða gylltir. Færið þá yfir í skál og blandið steinselju og parmesan samanvið. Sjóðið brokkoli og gulrætur þannig að grænmetið verði hæfilega mjúkt.
Færið grænmetið upp á fjóra diska, jafnið sveppunum á diskana leggið lúðubitana ofan á. Jafnið sósunni síðan yfir og berið fram.