Strandveiðar heimilar daginn eftir sjómannadag
Að gefnu tilefni vill Fiskistofa koma því á framfæri að reglugerð um strandveiðar heimilar veiðarnar mánudaginn eftir sjómannadag, 12. júní.
Slíkar veiðar fyrir hádegi kunna þó að brjóta í bága við kjarasamninga sjómanna og lög um sjómannadag. Það er á ábyrgð útgerðarinnar að gæta að því.