Grænlendingar semja um smíði á nýju rannsóknaskipi

Deila:

Grænlensk stjórnvöld hafa gert samning við spænsku skipasmíðastöðina Balenciaga um smíði á nýju rannsóknaskipi. Smíðin er fjármögnuð af heimastjórn Grænlands og sjóðnum A.V.J og nemur upphæðin samtals um 4,3 milljörðum íslenskra króna.

Um er að ræða 61 metra langan togara, sér byggðan til siglinga á hafíssvæðum  og er hann hannaður af norska fyrirtækinu Skibsteknisk, sem hannað hefur marga togara til veiða í norðurhöfum. Ákvörðun um smíði skipsins á Spáni er tekin eftir alþjóðlegt útboð og þar með fylgt í fótspor Royal Greenland, Royal Arctic Line og fleiri grænlenskra útgerða á síðustu árum.

Nýja skipið mun leysa af hólmi elda rannsóknaskip, „Paamiut“ en er útbúið til mun umsvifameiri verkefna á sviði veiðaeftirlits og rannsókna. Skipið er til dæmis búið með botntroll, til veiða á rækju, lúðu og þorski og uppsjávarveiða eins og á makríl. Þá verður það útbúið me sökkvikili  til mælinga á bæði loðnu og öðrum uppsjávarfisktegundum.

Aðstæður verða um borð til rannsóknabúnaðar af nýjustu gerð og með íbúðir fyrir 32 manns. Fyrir vikið verður hægt að nýta úthald skipsins betur með fleiri rannsóknarmönnum um borð auk þess að sjá um þjálfun nemenda í haf- og fiskirannsóknum.

Reiknað er með að skipið verði komið í útgerð vorið 2021

 

 

Deila: