Mun minna utan af ferskum flökum

Deila:

Að undanförnu hafa miklar umræður spunnist um fiskverð.  Óánægju og nokkurrar tortryggni hefur gætt um hvort tölurnar sýni það sem er að gerast á erlendum mörkuðum fyrir þorsk.

Við skoðun og sundurgreiningu á tölum Hagstofunnar um útflutningsverðmæti ferskra þorskafurða á fyrsta ársfjórðungi þessa árs er þróunin því miður keimlík.  Útflutningur hefur minnkað verulega og verð lækkað samkvæmt útreikningum á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

Útflutningsverðmæti dregist saman um rúma 3,6 milljarða og rúm 2,2 þúsund tonn vantar upp á magnið sem selt var á sama tímabili í fyrra.

Þegar hlutur einstakra landa er skoðaður kemur í ljós að mest var flutt út til Bretlands eða rúm 63%.  Þarna er um mikinn viðsnúning frá fyrsta ársfjórðungi 2016, þegar önnur Evrópulönd voru með sömu hlutdeild, en voru nú aðeins með rúm 10%.

Því er fagnað sérstaklega að náðst hefur hækkun til Bretlands í pundum talið umfram það sem gjaldmiðillinn hefur lækkað gagnvart krónunni.

LS Fersk flök maí

Í töflunni sem hér er birt eru bornir saman fyrstu ársfjórðungar 2016 og 2017.  Útflutt magn, verðmæti og meðalverð í krónum, EUR, USD og GBP.  Við útreikning er notað meðaltal á kaupgengi gjaldmiðlanna á tímabilinu.

Til samanburðar er tafla sem sýnir meðalverð á fiskmörkuðum af óslægðum þorski yfir sama tímabil:

LS fersk flök maí 2

Eins og sjá má speglar lækkun á óslægðum þorski á fiskmörkuðum það sem var að gerast í útflutningnum á fyrstu þremur mánuðum ársins.  Því miður hefur verð þar haldið áfram að lækka.

 

Deila: