Ítrekuð brot geta leitt til harðarðri viðurlaga

Deila:

Fiskistofa vekur nú athygli útgerða og fiskvinnslna á að í tilefni nýlegs úrskurðar atvinnuvega- og nýsköppunarráðuneytis hyggst Fiskistofa taka upp nýja stjórnsýsluframkvæmt  við ákörðun á viðurlögum við ítrekuð brot.

Fyrri framkvæmd

Í 19. gr. laga nr. 57/1996 er kveðið á um að við brot á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um  umgengi um nytjastofan sjávar hafi áminning, svipting veiðileyfis og afturköllun vigtunarleyfis ítrekunaráhrif í tvö ár. Fiskistofa hefur um árabil framfylgt þessu þannig að ítrekunaráhrifin hafi einungis réttaráhrif við ákvörðun viðurlaga vegna síðari brota sama skips og vegna síðari brota á grundvelli sama vigtunarleyfis. Þessi framkvæmd studdist m.a. við úrskurði frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Ný stjórnsýsluframkvæmd

Þann 18. desember 2018 kvað atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið upp úrskurð í máli nr. ANR18020339 þar sem ráðuneytið fellst ekki á að ákvæðinu skuli beitt á þennan hátt. Ráðuneytið rökstyður afstöðu sína þannig að ákvæði um ítrekunaráhrif beinist að tiltekinni útgerð og að hún hefði þann tilgang að fá útgerðina til að breyta háttsemi sinni og um leið að veita henni viðvörun um að ef hún gerði það ekki, þannig að hún bryti af sér að nýju, mætti búast við að gripið yrði til harðari viðurlaga.

Fiskistofa mun í ljósi útskurðar ráðuneytisins breyta stjórnsýsluframkvæmd við beitingu ítrekunaráhrifa skv. 19. gr. laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar,  6. mgr. 21. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og annarra sambærilegra ákvæða í samræmi við forsendur úrskurðar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins frá 18. desember 2018 í máli nr. ANR18020339.

Fiskistofa bendir á að þetta getur haft það í för með sér að fái eitt skip útgerðar áminningu geti viðurlög við síðari brotum annarra skipa sömu útgerðar leitt til harðari viðurlaga en við fyrri stjórnsýsluframkvæmd þar sem litið verður á slík brot sem ítrekuð brot sömu útgerðar.

 

Deila: