Færeyingar hefja uppboð veiðiheimilda í mars

Deila:

Færeysk stjórnvöld hafa nú gefið út fyrirkomulag sölu aflaréttindina fyrir þetta ár. Eins og áður er það Fiskmarkaður Færeyja sem stendur fyrir svokölluðum opnum uppboðum, Vörn, Fiskistofa Þeirra Færeyinga, sér um lokuðu uppboðin

Í boði eru um 52.000 tonn af kolmunna, um 6.000 tonn af makríl og um 40.000 tonn af norsk-íslenskri síld. Loks eru í boði heimildir til veiða á botnfiski í Barentshafi, einkum þorski, samtals ríflega 3.000 tonn.

Heimildirnar eru boðnar upp í mörgum hlutum og á mismunandi tímum. Fyrsta uppboðið verður á 20.000 tonnum af komunna 19. mars og aftur þann 19. mars veða boðin um um 32.000 tonn.  Uppboð á botnfiski í Barentshafi fylgja svo í kjölfarið, þá koma svo makrílll og síld.

Deila: