Er hægt að nota umhverfis DNA til að meta útbreiðslu og stofnstærð loðnu?

Deila:

Þriðjudaginn 22. nóvember kl. 12:30 verður Málstofa Hafrannsóknastofnunar verður haldin í fundarsal á 1. hæð að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði á morgun klukkan 12.30.

Christophe Pampoulie, rannsóknastjóri hjá Hafrannsóknastofnun flytur erindið: Can we use environmental DNA to estimate distribution and abundance of capelin? / Er hægt að nota umhverfis DNA til að meta útbreiðslu of stofnstærð loðnu?

Erindið verður flutt á ensku og streymt á YouTube síðu Hafrannsóknastofnunar.

Ágrip
Loðna (Mallotus villosus) er mikilvæg tegund bæði fyrir veiðar og vistkerfi í Norður Atlantshafi. Fyrir tveimur áratugum urðu talsverðar breytingar á loðnustofninum í kringum Ísland. Yfir fæðutíma á haustin var fiskurinn yfirleitt fyrir norðan Ísland og á svæðinu í kringum Jan Mayen. Frá upphafi nýrrar aldar hafa aðal fæðuslóðirnar hinsvegar verið austur af Grænlandsgrunni, ásamt því að breytingar hafa orðið bæði á staðsetningu og tímasetningu hrygningar meðfram landgrunni Íslands, sem hefur haft bein áhrif á veiðar. Flækjustig og kostnaður við mat á stofnstærð hefur aukist talsvert samhliða þessum breytingum á farhegðun og útbreiðslu loðnu í kringum landið.

Í þessum fyrirlestri verða bornar saman niðurstöður söfnunar á umhverfiserfðaefni (eDNA) samhliða hefðbundnum bergmálsmælingum að hausti við mat á stofnstærð. Vatnssýnum til greiningar á eDNA var safnað á mismunandi dýpi og stöðvum þannig að hægt væri að meta magn bæði lárétt, eftir lengdar- og breiddargráðum og lóðrétt eftir dýpi. Á nærri öllum stöðvum þar sem bergmálsmælingar gáfu til kynna loðnu var eDNA einnig greinanlegt. Lárétt dreifing á eDNA passaði fullkomlega við stofnmælingar sem gerðar voru 2019 og 2020 meðan að lóðrétt magnbundin greining var undir áhrifum hafstrauma.

Útbreiðslulíkön (e. occupancy models) sýna fylgni á milli eDNA og þéttleika loðnu, seltu, hita og hraða sjávarstrauma. Innleiðing eDNA mælinga við veiðistýringu verða rædd í samhengi við niðurstöður verkefnisins.

 

Deila: