Metafli hjá Færeyingum í fyrra

Deila:

Fiskafli Færeyinga á síðasta ári varð ríflega 700.000 tonn, sem er 132.000 tonnum meira en árið áður.Þá varð heildaraflinn 568 tonn. Þessi mikla aukning milli ára skýrist af mun meiri veiði á kolmunna og síld. Kolmunnaflinn jókst um 74.000 tonn og af síldinni veiddist 52.000 tonnum meira í fyrr en árið áður.

Þetta er mesti fiskafli Færeyinga á einu ári, 80.000 tonnum meiri en metárið 2006, og hefur aflinn aukist verulega frá árinu 2012 eða um 360.000 tonn. Þarna munar mestu um uppsjávarfisk, einkum kolmunna. Afli af honum hefur aukist um 273 tonn frá árinu 2013

Fiskafli við færeyjar til 2017

44% heildaraflanum tekin innan lögsögu Færeyja

Bróðurpartinn af aflanum, 306.000 tonn var tekinn innan lögsögu Færeyja, það er á færeyska landgrunninu og á Færeyjabanka. Veiðar á Hatton banka og utan lögsögu Íslands á Reykjaneshrygg eru taldar með í þessum tölum. Af þessum 306.000 tonnum var kolmunni rúm 211.000 tonn, ufsi 32.000 tonn og síld 14.000 tonn.

Næstmestan afla sóttu Færeyingar á miðin við Austur-Grænland, Jan Mayen og í Noregshaf. Á þessum miðum varð afli Færeyinga rúm 210.000 tonn, þar af 93.000 tonn af síld og 58.000 tonn af makríl.
83% uppsjávarfiskur –  botnfiskur 15%
Ríflega 80% aflans í fyrra var uppsjávarfiskur og þar af er mest af kolmunna, samtals 56.000 tonn. Botnfiskaflinn var um 15% heildarinnar og af því var þorskur 36.000 tonn og ufsi 33.000 tonn.

Veiðar á þorski og ýsu hafa dregist saman um meira en helming frá árinu 2003. Þorskaflinn hefur til dæmis fallið úr 58.000 tonnum árið 2003 í 36.000 tonn í fyrra. Þá hefur ýsuaflinn á sama tíma fallið úr 30.000 tonnum í 7.000 tonn.

Mestur er samdrátturinn á heimamiðum Færeyinga, en stærsti hluti þorskaflans er sóttur í Barentshafið. Ufsinn veiðist aðallega á heimamiðunum. Ufsaafli var mjög góður á árunum 2005 til 2009, nærri 70.000 tonn að meðaltali,  en síðustu sex ár hefur aflinn aðeins verið um 30.000 tonn að meðaltali.

 

Deila: