Þrjú útköll á laugardag

Deila:

Rétt upp úr klukkan 9 á laugardagsmorgun var björgunarsveitin Þorbjörn kölluð út til þess að sækja veðurdufl sem hafði slitnað upp fyrir einhverju síðan en var á reki skammt sunnan við Grindavík.
Um klukkan 15 um daginn kom annað útkall þegar lítill bátur varð vélarvana við Mölvík og rak í átt að landi. Farið var á Árna í Tungu og björgunarskipinu Oddi V. Gíslasyni og var báturinn dreginn til hafnar í Grindavík.
Þriðja útkallið kom svo rétt fyrir klukkan 17  þegar óskað var eftir aðstoð sveitarinnar vegna fjórhjólaslyss í nágrenni við Eldvörp.
„Vel gekk að leysa öll verkefni dagsins enda óvenju gott veður við Grindavík í dag,“ segir í færslu á heimasíðu björgunarsveiarinnar. 

Deila: