Fallist á matsáætlun um 9.000 tonna laxeldi Laxa fiskeldis

Deila:

Skipulagsstofnun hefur fallist á matsáætlun Laxa fiskeldis um allt að 4.000 tonna framleiðsla á laxi í Fáskrúðsfirði og allt að 5.000 tonna framleiðslu á laxi í Berufirði. Fallist er á matsáætlunina með ákveðnum skilyrðum að fengum  umsögnum og athugasemdum, sem Skipulagsstofnun hafa borist.

Í tilfelli Fáskrúðsfjarðar leitaði Skipulagsstofnun umsagna Fjarðabyggðar, Fiskistofu, Hafrannsóknastofnunar, Matvælastofnunar, Minjastofnunar Íslands, Náttúrufræðistofnunar Íslands, Samgöngustofu og Umhverfisstofnunar.

Í hinu tilfellinu var leitað umsagna Djúpavogshrepps, Fiskistofu, Hafrannsóknastofnunar, Matvælastofnunar, Minjastofnunar Íslands, Náttúrufræðistofnunar Íslands, Samgöngustofu, Umhverfisstofnunar.

Athugasemdir bárust frá Fiskeldi Austfjarða hf., Landssambandi veiðifélaga og Óttari Yngvasyni, fyrir hönd Veiðifélags Breiðdæla, Veiðifélags Hofsár og Sunnudalsár, Veiðifélags Selár, Veiðifélags Laxár í Ásum og eigenda Haffjarðarár í Hnappadal.

Deila: