Kolmunnaaflinn nálgast 70.000 tonn

Deila:

Kolmunnaaflinn á þessu ári er orðinn 68.106 tonn samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu. Leyfilegur heildarkvóti er 174.557 tonn, eftir flutning frá fyrra ári á um 15.700 tonnum. Því eru óveidd 106.451 tonn. Kvótinn í fyrra var 202.121 tonn, en aflinn varð 186.352 tonn.

Skipin hafa verið á veiðum mjög sunnarlega, á alþjóðlegu svæði sunnan lögsögu Færeyja og syðst í lögsögunni. Gert er ráð fyrir að veiðum þarna ljúki fyrir sjómannadag. Eftir það taka við veiðar á síld og makríl, fram á haust. Þá fara skipin aftur á kolmunna, sem þá verður genginn mun norðar og allt inn í íslensku lögsöguna.

Sex skip hafa nú  landað 5.000 tonnum eða meiru. Aflahæsta skipið er Aðalsteinn Jónsson SU með 6.725 tonn. Næst koma Börkur NK með 6.350 tonn, Vilhelm Þorsteinsson EA með 5.931 tonn, Beitir NK með 5.858 tonn, Venus NS með 5.307 tonn og Víkingur AK með 5.271 tonn.

Deila: