Pítsa með reyktum laxi

Deila:

Nú höfum við það fljótlegt og einfalt. Þá er ágætt að leita eftir uppskrift frá Noregi og þessa fundum á kynningarsíðu um norskar sjávarafurðir. Þetta er góð tilbreyting frá pítsusósu og pepperóni. Gjörið svo vel.

Innihald:

1 pítsubotn
2dl sýrður rjómi
300g rifinn ostur
1 rauðlaukur
hálf pakkning af klettasalati
12 þunnar sneiðar af reyktum laxi
pipar

Aðferð:

Stillið ofninn á 225C.

Búið til pítsudeig eftir eigin uppskrift eða notið tilbúið deig eða botn.

Fletjið deigið út og jafnið sýrða rjómanum á botninn.

Skerið laukinn í sneiðar og dreifið hringunum á pítsuna. Dreifið síðan ostinum jafnt yfir og bakið pítsuna í ofninum þar til hún er tilbúin.

 Jafnið laxinum á pítsuna.

Skreytið hana með salatinu og piprið eftir smekk og þá er bara að bera hana fram.

Deila: