Afli í apríl var 111 þúsund tonn

Deila:

Heildarafli í apríl 2022 var rúmlega 111 þúsund tonn sem er fjögur þúsund tonnum minni afli en í apríl á síðasta ári. Botnfiskafli var rúmlega 45 þúsund tonn sem er tvö þúsund tonnum minni afli en í apríl í fyrra. Af botnfiskstegundum var þorskaflinn rúm 23 þúsund tonn. Af uppsjávartegundum veiddist nær eingöngu kolmunni, tæp 63 þúsund tonn.

Á tólf mánaða tímabili frá maí 2021 til apríl 2022 var heildaraflinn tæplega 1.480 þúsund tonn sem er 34% meira magn en landað var á sama tímabili ári fyrr. Þar af var uppsjávarafli rúm milljón tonn og botnfiskafli 447 þúsund tonn.

Afli á föstu verðlagi er ekki metinn fyrir apríl 2022 þar sem ekki liggur fyrir hlutfall hrogna af loðnuafla í mars s.l.

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu frá Hagstofu Íslands eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Deila: