Hafró flytur í Hafnarfjörð

Deila:

Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Jón Rúnar Halldórsson, eignarhaldsfélaginu Fornubúðum ehf., afa undirritað samning um nýtt húsnæði Hafrannsóknastofnunar. Húsið mun rísa að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði. Skv. samningnum verður húsið afhent stofnuninni 15 mánuðum frá undirritun.

Nýbyggingin verður 3750 m² skrifstofu- og rannsóknarými. Tengt því verður 1300 m² geymsla, verkstæði og útgerðaraðstaða í eldri byggingu. Hönnun nýbyggingarinnar er í höndum Batterísins Arkitekta ehf.

Með nýju húsi mun starfsemi Hafrannsóknastofnunar á höfuðborgarsvæðinu færast á einn stað en í dag eru höfuðstöðvar stofnunarinnar að Skúlagötu 4 en geymslur og skemmur við Grandagarð. Þá munu rannsóknaskip stofnunarinnar fá lægi við nýjan hafnargarð sem Hafnarfjarðarhöfn mun reisa fyrir framan húsið og undirrituðu Sigurður Guðjónsson og Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri í Hafnarfirði, samning þess efnis við sama tækifæri.

Á myndinni eru þeir Lúðvík Geirsson, Sigurður Guðjónsson, Kristján Þór Júlíusson og Jón Rúnar Halldórsson.

 

Deila: