Mest aflaverðmæti á höfuðborgarsvæðinu

Deila:

Verðmæti landaðs fiskafla var mest á höfuðborgarsvæðinu í september síðastliðnum, rétt tæpir 3 milljarðar króna. Það er vöxtur um 32,3%. Sé litið á landið í heild, var verðmæti landaðs afla 12,4 milljarðar og jókst um 13,6%. Í raun eykst aflaverðmæti í öllum landshlutum miðað við sama mánuð í fyrra, nema á Norðurlandi eystra og á Austfjörðum, meira en landsmeðaltalið.

Austfirðirnir eru í öðru sætinu yfir aflaverðmæti með 2,5 milljarða  króna, sem er engu að síður samdráttur um 2,9%. Suðurnesin eru í þriðja sætinu rétt tæpa 2 milljarða, sem er vöxtur um 15%. Norðurland eystra er með 1,4 milljarða sem er samdráttur um 12,2%.

Á Suðurlandi var landað afla að verðmæti 814 milljónir króna, sem er 17,1% vöxtur. Næst koma Vestfirðir með 665 milljónir króna og er það 60,2% aukning. Vesturland kemur næst með 545 milljónir, sem er vöxtur um 30,6% og loks kemur Norðurland vestra með 536 milljónir, en þar er mesta aukningin, 64,5%.

Verðmæti landaðs afla til útflutnings í gámum  varð 910 milljónir króna og jókst um 34,4%. Á síðustu 12 mánuðum hefur verðmæti óunnins fisks til útflutning verið 7,8 milljarðar króna, sem er aukning um 40,1% miðað við sama tíma fyrir ári.

Deila: