Arnarlax yfirtekur seiðaeldisstöðina Ísþór

Deila:

Arnarlax, dótturfyrirtæki Icelandic Salmon, hefur undirritað samkomulag um að kaupa helming hlutafjár í seiðaeldisstöðinni Ísþór við Þorlákshöfn. Arnarlax átti fyrir helming hlutafjár, en eignast nú stöðina af fullu. Kaupin eru háð samþykki Samkeppnistofnunar.

„Með þessum kaupum tekur Arnarlax enn eitt mikilvægt skref í áttina að því að setja út stærri seiði til að stytta eldistíma í sjó og draga úr líffræðilegri áhættu í eldinu,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Arnarlaxi.

Arnarlax mun því framhaldi taka til sín alla framleiðslu laxaseiða frá Ísþóri.

Deila: