Blá og græn skuldabréf Brims á aðalmarkaði
Skuldabréf í flokknum Brim 221026 GB hafa verið tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf.
Skuldabréfin eru óverðtryggð til fimm ára, með lokagjalddaga þann 22. október 2026 og falla undir sjálfbæran fjármögnunarramma félagsins og eru kennd við bláan og grænan lit. Með útgáfu þeirra fjármagnar Brim verkefni sem stuðla að sjálfbærni, en félagið hefur á undanförnum árum fjárfest markvisst í slíkum verkefnum með það að markmiði að draga úr áhrifum starfsemi sinnar á umhverfið. Skuldabréfin eru þau fyrstu sinnar tegundar hérlendis sem falla undir bæði bláan og grænan fjármögnunaramma.