Bíða átekta með makrílveiðar

Deila:

Nokkur færeysk skip hafa reynt fyrir sér á makrílveiðum að undanförnu. Fiskurinn er hins vegar lélegur laus í sér og því bíða útgerðirnar nú eftir því að makríllinn fitni og braggist. Skipin eru því í höfn um þessar mundir.

Í Runavík liggur flotinn hjá Varðanum Tróndur í Gøtu, Gøtunes, Tummas T og Finnur Fríði.

Á Skála er Fagraberg í slipp, og í Fuglafirði liggur Høgaberg, en Norðingur og Birita eru á Klaksvík, og Borgarin og Christian í Grótinum liggja á Ánunum.

Við Mest í Havn liggja skipin Ango og Arctic Voyager, en Hoyvík er í slipp.

Í Vestmanna liggja uppsjóvarskipin Vestmenningur og Fram, en Katrin Jóhanna er í Skagen, þar skipið verður málað, og öðru viðhaldi sinnt.

Einu uppsjávarskipin, sem eru að veiðum nú eru Norðborg, sem er á veiðislóðinni austan Færeyja, og Jupiter, sum er á á leið til  Thyborøn me 2.210 tonn af kolmunna, sem veiddur var innan lögsögu Færeyja. Að löndun í Danmörku lokinni, heldur skipið aftur á kolmunnaveiðar.

Deila: