Ásbjörn Gíslason kveður Samskip eftir 27 ár

Deila:

Ásbjörn Gíslason, aðstoðarforstjóri samstæðu Samskipa, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. september næstkomandi.

Ásbjörn Gíslason

Ásbjörn hefur verið hjá Samskipum í yfir 27 ár. Hann var lengi forstjóri Samskipa hf. á Íslandi, stýrði Samskip Logistics og hefur frá árinu 2019 verið aðstoðarforstjóri samstæðu Samskip Group. Ásbjörn hefur leitt stækkun á félaginu, þar með talin kaup á fjölda fyrirtækja, svo sem Van Dieren, Geest, Frigocare frystigeymslum og á Nor Lines. Hann hefur jafnframt leitt félagið inn á nýja markaði víða um heim.

„Þetta hefur verið langt og skemmtilegt ferðalag með Samskipum. Það hafa verið mikil forréttindi að vinna svona lengi hjá fyrirtækinu við uppbyggingu á starfsemi þess um allan heim. Samskip eru frábært fyrirtæki og ég kem til með að sakna mjög samstarfsfólks míns, en framtíð fyrirtækisins er björt. Starfinu hefur fylgt mjög mikil ferðalög og hlakka ég nú mikið til að verja meiri tíma með vinum og fjölskyldu,“ segir Ásbjörn Gíslason, aðstoðarforstjóri Samskipa.

„Sjónarsviptir er að Ásbirni Gíslasyni, en hann hefur spilað stórt og mikilvægt hlutverk fyrir fyrirtækið Samskip, um langan tíma. Við þökkum Ásbirni öll hans góð störf fyrir Samskip og óskum honum velfarnaðar,“ segir Kari-Pekka Laaksonen, forstjóri Samskipa.

 Í dag reka Samskip eitt af stærstu flutningakerfum í Evrópu, sem samanstendur af skipum, lestum og trukkum, og er með starfsemi í 24 löndum, í Evrópu, hjá Samskipum starfa um 1.450 manns.

Um Samskip

Samskip hf. eru alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem býður flutningalausnir og tengda þjónustu á landi, sjó og í lofti með hagkvæmni og sjálfbærni að leiðarljósi. Samskip hf. bjóða upp á heildarþjónustu á Íslandi og í Færeyjum, fjölþátta flutningsþjónustu um alla Evrópu, og frystiflutninga og flutningsmiðlun um allan heim. Á heimsvísu starfrækja Samskip 46 skrifstofur í 24 löndum í fimm heimsálfum og starfsmenn eru um 1.500 talsins. Sjá einnig: www.samskip.is

Deila: