Tveir keyptu makrílkvóta

Deila:

Fiskistofa hefur lokið afgreiðslu umsókna sem bárust í síðustu viku um úthlutun viðbótarheimilda í makríl í samræmi við reglugerð nr. 725/2020, um ráðstöfun 4.000 lesta af viðbótarheimildum í makríl. Að þessu sinni bárust 4 umsóknir og af þeim voru 2 samþykktar. Samþykktar umsóknir voru eftirfarandi:

 

Skip númer Nafn Magn kg Verð
2574 Guðlaugur SH-374 30.000 158.100 kr.
2617 Bergvík GK-22 50.000 263.500 kr.

 

Til að fá úthlutun verður útgerð skipsins að greiða fyrir úthlutunina eigi síðar en fyrir klukkan 21:00 á öðrum virkum degi þessarar viku. Ef ekki hefur verið greitt fyrir þann tíma fellur réttur til úthlutunar niður.

Að þessari úthlutun lokinni þá eru 3.615 tonn eftir í makrílpottinum til umsóknar fyrir skip í B flokk. Aðeins skip í B flokki sem hafa fengið 30 tonn eða minna, eða hafa veitt 75% eða meira af úthlutun sinni geta fengið viðbótarúthlutun. Ef skip hefur áður fengið viðbótarúthlutun þá þarf það að hafa veitt 50% af þeirri úthlutun til að eiga rétt á nýrri. Hámarksúthlutun skips hverju sinni er 50 tonn og gjald fyrir úthlutun er 5,27 krónur á hvert kíló.

Á fyrsta virka degi hverrar viku afgreiðir Fiskistofa þær umsóknir sem bárust vikuna á undan. Fyrir klukkan 21 annars virka dags þurfa þær útgerðir sem hafa fengið vilyrði um úthlutun að greiða fyrir úthlutunina með greiðsluseðli sem birtist í heimabanka þeirra. Að öðrum kosti fellur réttur þeirra til úthlutunar niður.

 

Deila: