Sjálfvirk bestun á flökum

Deila:

Það eru aðeins fjögur ár síðan Marel kynnti FleXicut, sem bæði fjarlægir beinagarð og hlutar niður hvítfisk, og olli þannig byltingu í hvítfiskvinnslu. „Með FleXicut er hægt að skera burt beinagarðinn sjálfvirkt. Það eykur ekki aðeins framleiðni og bætir alla meðhöndlun vörunnar verulega, heldur eykur það einnig nýtingu. Ný snyrtilína, uppfært dreifingarkerfi og nýr pökkunarróbóti gera nú allt ferlið enn sjálfvirkara“ segir á heimasíðu Marel. Þar segir ennfremur:

Hámarks arður

„FleXicut vatnsskurðarvélin hefur löngu sannað gildi sitt, en hún sker flökin sjálfvirkt á hagkvæmasta máta. Þannig er hægt að auka hagnaðinn, því að vélin aðlagar skurðinn sjálfvirkt til þess að skila sem bestri samsetningu afurða úr hverju flaki.

Við þetta má bæta að nú nota fiskvinnslur FleXicut skurðarvélina til þess að skera flökin á annan hátt en áður var hægt, sem tryggir hámarksnýtingu af hverju flaki.

FleXicut sker burt beinagarðinn en getur auk þess skorið burt gátubeinið. Hægt er að stilla kvarða á vélinni nákvæmlega til þess að skera hnakka, þunnildi og hluta flakið í rétta skammta, allt eftir óskum kaupandans. Frá FleXicut vélinni kemur jafnt flæði stykkja sem öll eru nákvæmlega skorin, jafn stór og eins í laginu. Þeim er síðan dreift áfram í viðeigandi afurðahlið.


Nýsköpun byggð á hugbúnaði

Nú þegar fjórða iðnbyltingin er að hefjast, er mikilvægt fyrir stjórnendur fiskvinnslustöðva að nýta nýjustu tækni til þess að halda samkeppnishæfni sinni. Fiskvinnslan verður æ sjálfvirkari og hugbúnaðarþróun ýtir verulega undir þá þróun.

Innova Food Processing Software býður einfaldlega upp á betri tengingu við allt vinnslukerfið en áður hefur þekkst. Hugbúnaðurinn býður einnig upp á viðbætur, eins og að haga vinnslu eftir pöntunum, og gerir mögulegt að rekja flök eða skammta til baka á hvert stæði á snyrtilínunni.
Stöðug þróun

FleXicut hefur frá upphafi verið þróað og unnið í náinni samvinnu við hvítfiskvinnslur, en nú er einnig verið að prófa vélina fyrir laxfiskvinnslu.

Sem dæmi má taka að nú þegar FleXitrim snyrtilínan hefur verið kynnt, þá er kerfið orðið enn sjálfvirkara og fullkomnara. Nú getur kerfið jafnað sjálfvirkt flæði flaka inn í FleXicut vélina, auk þess sem það hefur innbyggða, sjálfvirka gæðaskoðun.

Það er mikilvægt fyrir fiskvinnslur að geta haft stjórn á flæðinu, af því að það auðveldar þeim að stjórna hraða annarra tækja og forðast að fiskur hlaðist upp í bökkum á milli þeirra.

Marel hefur unnið að stöðugum endurbótum kerfisins og getur því nú boðið fiskvinnslum upp á kerfi þar sem mannshöndin þarf varla að koma við sögu; allt frá snyrtingu flaksins, gegnum vinnsluna og að endanlegri pökkun vörunnar. Nú eru geta róbótar séð um pökkunina, eins og Marel kynnti á Whitefish ShowHow árið 2017.

Tugir FleXicut kerfa eru komin í notkun víða í Evrópu, Norður-Ameríku og einnig um borð í frystitogurum, enda hefur FleXicut áunnið sér gott orðspor sem kerfi sem er hægt að treysta á til frambúðar.“

 

Deila: