Funda um orkuskipti í fiskiskipum

Deila:

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi bjóða til fundar fimmtudaginn 8. september kl. 9:00-10:00 í fundarsalnum Hyl á fyrstu hæð í Borgartúni 35.
Þar mun Arnstein Eknes frá norska ráðgjafarfyrirtækinu DNV fræða fundargesti um það sem fram undan er í orkunýtingu og orkuskiptum á hafi. Arnstein Eknes hefur lengi verið viðriðinn skipatækni og hönnun og er eftirsóttur fyrirlesari og ráðgjafi.

Arnstein Eknes hefur starfað hjá DNV Maritime fá árinu 1993. Starf hans felst meðal annars í að fylgjast náið með þróun markaða og tæknibreytingum í skipum. Eknes hefur í störfum sínum lagt ríka áherslu á sjálfbærni og nýjungar en samskipti milli stafrænnar tækni, fólks og fyrirtækja er hans sérsvið.

 

Deila: