Áfram er loðnu landað í Neskaupstað
Sl. fimmtudag og föstudag komu fimm norskir loðnubátar með afla til Neskaupstaðar og var unnið á vöktum í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar alla helgina. Lokið var við að vinna aflann úr síðasta bátnum úr þessum hópi sl. nótt.
Ekkert lát er á komu norskra báta og hafa fimm bátar til viðbótar tilkynnt komu sína og eru þeir samtals með um 1700 tonn. Fyrstu bátarnir úr þeim hópi eru þegar komnir til hafnar. Bátarnir eru eftirtaldir: Havfisk með 460 tonn, Svanlaug Elise með 350 tonn, Havsnurp með 310 tonn, Rogne með 320 tonn og Smaragd með 250 tonn. Bátarnir hafa fengið aflann úti fyrir Norður- og Norðausturlandi.
Vel gengur að vinna loðnuna í fiskiðjuverinu og er hráefnið ágætt.
Polar Amaroq landaði fullfermi af frosinni loðnu, 610 tonnum, í frystigeymslur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað sl. laugardag en skipið hefur að undanförnu verið við loðnuleit ásamt því að leggja stund á veiðar.
Myndin er tekin við Norðfjarðarhöfn í morgun. Norskir loðnubátar. Ljósm. Hákon Ernuson