Tæp 60.000 tonn eftir af makrílkvótanum

Deila:

Síldarvinnsluskipin er við það að ljúka makrílkvóta sínum og taka þá síldveiðar við. Makrílaflinn er orðinn um 92.400 tonn samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu. Leyfilegur heildarafli er 148.200 tonn eftir sérstakar úthlutanir og flutning 20.700 tonna yfirfærslu frá síðasta ári. Því eru 55.800 tonn óveidd.  Í fyrra var kvótinn 160.800 tonn og aflinn 123.500 tonn.

Tíu skip eru nú komin með 4.000 tonn eða meira. Vilhelm Þorsteinsson EA er kominn með 7.390 tonn og er með mestan afla. Næstu skip eru Börkur NK með 6.967 tonn, Beitir NK er með 5.679 tonn, Barði NK með 5.444 tonn, Aðalsteinn Jónsson SU er með 5.026 tonn. Víkingur  AK með 4.984 tonn, Jón Kjartansson SU með 4.942 tonn, Hoffell SU með 4.673 tonn, Huginn VE með 4.444 tonn og Venus NS með 4.071 tonn.

 

Deila: