Vísir kaupir sjálfvirkt pökkunarkerfi frá Marel

Deila:

Marel og Vísir hafa gengið frá kaupum Vísis á sjálfvirku pökkunarkerfi, RoboBatcher, sem sett verður upp í fiskiðjuveri Vísis í Grindavík. Þessi viðskipti styrkja samvinnu Marel og Vísis, sem þegar á sér langa sögu. Fyrirtækin hafa lengi  unnið saman að nýjungum og byltingum í fiskiðnaði. Viðbótin með pökkunarkerfinu stuðlar að enn meiri sjálfvirkni í fiskiðjuveri Vísis og leiðir til enn færri mannlegra handtaka í annars mjög tæknivæddri vinnslu samkvæmt frétt frá Marel.

Samningurinn var undirritaður á sýningu Marel, Whitefish ShowHow í Kaupmannahöfn, í gær. Við það tækifæri sagði Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, að þegar fyrirtækið hafi tekið FleXicut sjálfvirku skurðarvélina í notkun árið 2014 hafi þeir haldið að lengra yrði ekki komist í sjálfvirkni. En í raun hefi það aðeins reynst upphafið að frekar tæknivæðingu.

Árið 2017 var FleXitrim flæðilínan tekin í notkun en hún stjórnar innflæði snyrtra flaka inn á FleXicut skurðarvélina, sem felur í sér sjálfvirkt gæðaeftirlit.

„Það er spennandi að vinna að framtíð bolfiskvinnslu með skapandi framleiðendum eins og Vísi,“ sagði Sigurður Ólason, framkvæmdastjóri fiskiðnaðarsvið Marel við þetta tækifæri.

Deila: