Grindavík með mestar þorskveiðiheimildir

Deila:

Grindavík er sú höfn, sem fær úthlutað mestum heimildum til þorskveiða á þessu fiskveiðiári. Er þá miðað við úthlutaðan afla á skip, skráð þar samkvæmt úthlutun Fiskistofu. Þorskveiðiheimildir bæjarins eru samtals 19.377 tonn.

Næstu hafnir eru Vestmannaeyjar með 13.509 tonn, Reykjavík 11.167 tonn, Hornafjörður með 9.90 tonn, Rif með 9.001 tonn, Akureyri með 8.989 tonn, Sauðárkrókur með 8.125 tonn og Dalvík með 7.507 tonn.

Samherji Ísland er með mestar þorskveiðiheimildir einstakra fyrirtækja, 12.733 tonn. En Útgerðarfélag Akureyringa, sem er að fullu í eigu Samherja, er með 3.674 tonn. Samtals er Samherji því með 16.407 tonn. Brim kemur næst með 11.884 tonn. Fisk Seafood er með 9.173 tonn, Vísir með 8.869 tonn, Þorbjörn með 8.540 tonn og Rammi með 7.075.

Sólberg ÓF er með mestan þorskkvóta allra skipa, 5.563 tonn. Næst koma Drangey SK með 4.677 tonn, Björgvin EA með 4.323 tonn, Björg EA með 4.184 tonn, Kaldbakur EA með 3.346 tonn, Málmey SK með 3.333 tonn, Gullver NS með 3.215 tonn, Björgúlfur EA með 3.176 tonn, Akurey AK með 3.092 tonn og Ljósafell SU með 3.027 tonn

Deila: