Rubix hlýtur gull einkunn frá EcoVadis 2022 um samfélagslega ábyrgð

Deila:

Rubix hlaut á dögunum sína fyrstu gull einkunn á sviði samfélagslegrar ábyrgðar og sjálfbærni í ítarlegri úttekt EcoVadis 2022. Með því er Rubix í flokki 2% fyrirtækja í sinni atvinnugrein sem þykja skara fram úr á sínu sviði. Úttektin er ítarleg og nær til frammistöðu fyrirtækja um allan heim á umhverfis-, félags- og stjórnunarsviðum.

Brynja Vignisdóttir

„Gull er frábær niðurstaða. Vinnu okkar er þó hvergi nær lokið heldur einfaldlega hvatning til að gera enn betur í framtíðinni. Við munum halda áfram að einbeita okkur að því að draga úr áhrifum á umhverfið, finna tækifæri til umbóta, stuðla að bættri frammistöðu í samfélagslegri ábyrgð og jákvæðu framlagi til samfélagsins í heild sinni“, segir Brynja Vignisdóttir, mannauðs[1]og markaðsstjóri Rubix á Íslandi. Nánari upplýsingar um alþjóðlega stefnu okkar að sjálfbærni má finna á heimasíðu samstæðunnar, Rubix Group: https://rubix.com/sustainability/

RUBIX er leiðandi fyrirtæki í Evrópu í sölu á varahlutum og iðnaðarvörum til viðgerða og rekstrar. Með starfsemi í yfir 23 löndum í Evrópu og 650 staðsetningum, getur RUBIX boðið upp á víðtæka sérfræðiþekkingu og aðlagað þjónustu og lausnir sínar að þörfum viðskiptavina. Hjá RUBIX á Íslandi starfa nú um 70 manns. Starfsstöðvar eru á Reyðarfirði þar sem áherslan er að þjónusta álverin en á Dalvegi 32a í Kópavogi er til húsa verslun með fjölbreytt vöruúrval sem er öllum opin. Þar er einnig skrifstofa, vöruhús og verkstæði fyrir alla starfsemi á landinu.

www.rubix.is

Deila: