LS styður tillögu VG um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins

Deila:

LS hefur sent Atvinnuveganefnd Alþingis umsögn um tillögur til þingsályktunar um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnunarkerfisins.

„Landssamband smábátaeigenda (LS) fagnar framkominni þingsályktun, að hærra hlutfall heildarafla verði tekið til félagslegra aðgerða, jafnframt að endurskoðuð verði skipting aflamagns innan kerfisins þar sem lögð verður áhersla á strandveiðar, línuívilnun og byggðakvóta til dagróðrabáta.

Það er skoðun LS að taka þurfi sérstakt tillit til útgerða smábáta – einyrkja í útgerð – við útfærslu á þeim þremur hundraðshlutum sem bætast við þau 5,3% sem ætlað er til félagslegra aðgerða í dag.  Framlag þeirra til hækkunar hlutdeildar hefjist þegar leyfilegur þorskafli nær þrjú hundruð þúsund tonnum, hlutdeild haldist óbreytt þar til því marki er náð.  Þá byrji þeir að láta aflahlutdeild frá sér sem verði að fullu náð þegar leyfilegur heildarafli í þorski nær 330 þúsund tonnum.  Framlag þeirra í öðrum tegundum verði með sama hætti, taki mið af leyfilegum heildarafla í þorski,“ segir í upphafi umsagnar LS.

221014 Umsögn LS – um eflingu félagslega hlutans.pdf

 

Deila: