Gullver með fullfermi

Deila:

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði fullfermi í heimahöfn á Seyðisfirði sl. mánudag. Aflinn var 115 tonn, mest þorskur og ufsi. Ómar Bogason rekstrarstjóri frystihúss Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði segir að þarna hafi verið um afar góðan fisk að ræða sem henti vel fyrir vinnsluna. Á Seyðisfirði er fiskurinn mest unninn í ferska hnakka og bakflök. Skipstjóri í veiðiferðinni var Þórhallur Jónsson en aflinn fékkst í Berufjarðarálnum, á Hvalbakshalli og norður fyrir Örvæntingu. Aflinn var jafn allan túrinn og fékkst hann á rúmum fjórum sólarhringum.

Gullver hélt til veiða strax að löndun lokinni.
Gullver NS. Ljósm. Þorgeir Baldursson

 

 

Deila: