Astrid landaði í Fuglafirði

Deila:

Nýjasta danska uppsjávarskipið, Astrid S landaði í síðustu viku 1.200 tonnum af makríl í Fuglafirði í Færeyjum. Skipinu var gefið nafn í byrjun ágúst og hefur síðan verið að veiðum í tvo mánuði.

Astrid er stórt uppsjávarveiðiskip, sem er 92 metra langt og mesta breidd er 18 metrar. Burðargeta er 3.200 rúmmetrar. Skrokkurinn var smíðaður í Póllandi og smíðinni síðan lokið hjá skipasmíðastöðinni Karstensen í Skagen í Danmörku. Skipið er útbúið til veiða í troll og nót.

Vélin er 10.000 hestafla Wartsila. Hún er sú hagkvæmasta á markaðinum í dag. Kælikerfið er mjög öflugt og er þar að finna allt það nýjasta og besta í þeim efnum. Sjö manns eru í áhöfn og eru tvær áhafnir skráðar á skipið.

 

 

Deila: