Lúða og rækja í sítrónusósu

Deila:

Nú gerum við vel við okkur og eldum lúðu í sítrónusmjörsósu. Þetta er afar bragðgóður og hollur réttur og hæfir vel í góðan kvöldverð. Rétturinn er fyrir fjóra. Verði ykkur að góðu.

Innihald:

 • 4 sneiðar af lúðu 160g hver
 • salt og pipar
 • 4 skalottlaukar
 • 3 blaðlaukar
 • 1 msk. ólífuolía
 • 180g saltað smjör
 • 1 ½ bolli hvítvín
 • 1 msk. smátt saxað dill
 • 1 ½ sítróna
 • 2 msk. kapers
 • 400g tómatar skornir í fernt
 • 16 risarækjur garnhreinsaðar og pillaðar en með skel á endanum

Aðferð:

Stillið ofninn á 180°C.

Kryddið lúðusneiðarnar með salti og pipar. Flysjið skalottlaukinn og skerið í 4 bita. Skerið neðan af blaðlauknum og skerið hvíta hlutann í þunnar sneiðar.

Hitið ólífuolíuna að miðlungshita á stórri pönnu. Setjið þá laukana út í og ögn af salti og pipar. Látið krauma í svona 5 mínútur og hrærið í af og til.

Þegar laukarnir eru orðnir hæfilegur er 2 matskeiðum af smjöri og ¼ bolla af hvítvíni bætt út í og hrært vel saman. Látið lúðuna á pönnuna ásamt slatta af dilli og afganginum af hvítvíninu. Takið 2 matskeiðar af smjöri til hliðar og bætið því sem eftir er út á pönnuna ásamt safanum úr sítrónunum. Látið malla í 10 mínútur.

Þegar lúðan er tilbúin er hún færð af pönnunni yfir í ofnfast mót með nokkrum skeiðum af sósu. Haldið pönnunni áfram á eldavélinni og bætið tómötunum og rækjunni út á hana og látið malla í 3-5 mínútur og kryddið smávegis með salti og pipar. Takið þá pönnuna af hellunni

Jafnið 2 msk. af smjöri á lúðusneiðarnar og setjið undir grill í ofninum bokki þar til sneiðarnar verða fallega gylltar. Berið lúðuna fram með sósunni, rækjunum, soðnum kartöflum og fersku salati að eigin vali.

 

Deila: