Þór aðstoðaði vélarvana togskip

Deila:

Skipstjóri íslensks togskips hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á laugardagsmorgun og óskaði eftir aðstoð varðskips vegna vélarbilunar. Skipið var þá statt um 16 sjómílur vestur af Látrabjargi.

Nokkru síðar hafði skipstjórinn aftur samband við Landhelgisgæsluna en þá var lítils háttar leki kominn að skipinu sem dælur um borð réðu við. Varðskipið Þór var við Bíldudal og var þegar í stað kallað út.

Áhöfnin á Þór var snögg á staðinn og var komin að togskipinu á ellefta tímanum um morguninn.

Varðskipsmenn skutu línu á milli skipanna og að því búnu var haldið áleiðis með togskipið til Reykjavíkur þangað sem skipin komu um hádegisbil í gær.

Myndir: Sævar Már Magnússon

https://youtu.be/RJ5B7FM9yMg

 

Deila: