Meira borgað fyrir íslensk laxaflök en norsk

Deila:

Undanfarna mánuði hefur verið mikil umræða og skiptar skoðanir um fiskeldi á Íslandi. Í lok apríl lýsti meistarakokkurinn Jamie Oliver yfir dálæti sínu á fiskeldisfyrirtækinu Arnarlaxi. Hann sagðist myndu nota lax frá fyrirtækinu á nýjum veitingastað sínum í Reykjavík. Sumir viðskiptavinir lýstu vanþóknun sinni á því að nota eldislax, en veitingakeðjan studdi ákvörðun sína með því að fiskeldi Arnarlax væri sjálfbært samkvæmt markaðsskýringu Seafood Intelligence, marko fish.

Viðbrögðin frá almenningi voru að hluta til neikvæð en aðrir studdu ákvörðunina og sögðu að laxeldi á Íslandi stæði framar slíku eldi annars staðar í heiminum. Hvað sem því líður ætti það að vera góður kostur fyrir Arnarlax og önnur eldisfyrirtæki á landinu að selja lax til veitingahúsa Jamie Oliver. Í þessu ljósi er áhugavert að fylgjast með verðþróun á eldislaxi frá Íslandi í nánustu framtíð til að sjá hvort gott orðspor Jamie Oliver leiðir til hækkunar á verðinu.

Þegar laxeldi í Noregi og Íslandi er borið saman er eldið á Íslandi aðeins brot af  þeim milljón tonnum sem framleidd voru í Noregi á síðasta ári. Útflutningur á eldislaxi frá Íslandi nam aðeins 5.000 tonnum í fyrra. Þrátt fyrir metnaðarfullar fyrirætlanir um aukið eldi á næsta áratug með tíföldun framleiðslunnar, mun Ísland ekki ná að keppa við Norðmenn í magni.

Á línuritinu hér að neðan má sjá meðalverð á ferskum laxaflökum frá Íslandi og Noregi frá upphafi ársins 2014. Það sést að útflutningsverð frá Íslandi lækkaði í upphafi síðasta árs og eftir það er meðalverðið á laxi frá Noregi og Íslandi nærri það sama, þó Ísland hafi aðeins vinninginn.

Marko fish samanburður á laxverði 1

Teymi Seafood Intelligence sendi frá sér fréttabréf um verð á laxi í febrúar 2016 newsletter on Salmon prices þar sem gefið var til kynna að Íslandi hefði tekist að halda verðmun á mörkuðum í Bandaríkjunum, sem á þeim tíma var helsta sölusvæðið fyrir eldislax frá Íslandi. Sú staða er enn óbreytt en nú má sjá verðlækkun í byrjun síðasta árs þegar nýrri upplýsingar koma inn í myndina.

Marko fish samanburður á laxi 2

Á síðasta ári fóru meira en 90% allra ferskra laxaflaka til Bandaríkjanna eða nærri 330 tonn og meira en 700 tonn af heilum laxi. Árið 2015 fóru 80% útflutts heils fersks lax frá Íslandi til Bandaríkjanna eða um 500 tonn. Árið eftir jókst þessi útflutningur um 200 tonn, en aðeins 17% af ferska heila laxinum fóru þá vestur um haf.

Nú er Þýskaland helsti markaðurinn fyrir ferskan heilan lax frá Íslandi með meira 1.200 tonn eða 30% heildarinnar. Árið 2016 fluttu Norðmenn ríflega 32.000 tonn af heilum ferskum laxi til Bandaríkjanna svo hlutdeild Íslands í markaðnum er aðeins brot af því.

Deila: