Samherji og P&P huga að kaupum í Perú
Fulltrúar frá Samherja og hollensku samsteypunni Parlevliet and van der Plas (P&P) eru sagði staddir í Perú til að gera áreiðanleikakönnun á starfsemi China Fishery Group þar í landi með kaup í huga. Fyrirtækið er mjög umsvifamikið í veiðum og vinnslu á ansjósu samkvæmt fréttavefnum undercurrentnews.com
Samherji og P&P lögðu fram tilboð í þessar eignir í fyrra ásamt bandaríska fjárfestingasjóðnum Blackstone Group. Samherji og P&P eru annars í viðamiklu samstarfi í veiðum og vinnslu í Evrópu.
China Fishery Group gerir út 49 nótaskip og ræður yfir 16,9% af ansjósukvóta Perú við norðurhluta landsins og 14,8% við suðurhlutann.