Kolmunnaflinn 9.055 tonn umfram kvóta

Deila:

Kolmunnaafli íslenskra skipa er orðinn 183.612 tonn. Það er 9.055 tonnum meira en kvótinn er í ár.  23 skip hafa landað kolmunna í ár, en í nokkrum tilfellu hefur aðeins verið um smáslatta að ræða, sem hefur komið sem meðafli við aðrar veiðar. Níu skip hafa landað 10.000 tonnum eða meiru. Kvóti fyrir næsta ár hefur ekki verið gefinn úr.

Þau skip, sem eru með meira en 10.000 tonn eru Aðalsteinn Jónsson SU með 17.515 tonn, Beitir NK með 16.813 tonn, Börkur NK 15.990, Vilhelm Þorsteinsson EA með 15.216 tonn, Jón Kjartansson SU með 13.660 tonn, Svanur RE með 13.372 tonn, Venus NS með 12943 tonn, Víkingur AK með 12.696 tonn og Bjarni Ólafsson AK með 10..407 tonn.

Deila: