Sex húsum landað í Grindavík

Deila:

Flutningaskipið Wilson Fedje kom til Grindavíkur í vikubyrjun með óvenjulegan farm. Þetta voru tilbúnar húseiningar í sex íbúðir, sem reistar verða í nýjasta hverfi bæjarins. Einingarnar eru tilbúnar til að raða upp og þegar byrjað að reisa húsin. Þegar því er lokið er bara að flytja inn.

Sigurður A. Kristmundsson, hafnarstjóri, segir að vel hafi gengið að hífa einingarnar í land, en sumar þeirra eru mjög stórar. Hjálmar Vilhjálmsson, flytur þessi hún inn, og hefur Sigurður eftir honum að aðstaða í Grindavík sé mjög góð, bæði við höfnina og til að flytja húseiningarnar á byggingarsvæðið.

Deila: