Metár í útflutningi Færeyinga

Deila:

Færeyingar hafa flutt utan sjávarafurðir að verðmæti 9,3 milljarðar færeyskra króna á fyrstu tíu mánuðum þessa árs. Það svarar til 188 milljarða íslenskra króna. Þetta er aukning um 28% miðað sama tímabil í fyrra. Þá var andvirði útflutningsins 147 milljarðar íslenskra króna.  Útflutningsverðmætið eftir fyrstu tíu mánuðina er þegar orðið meira en allt árið i fyrra, sem var metár.

Útflutningsvirðið hefur hækkað á öllum helstu fiskitegundum. Það stafar af verðhækkunum á afurðum, því magnið hefur dregist saman um 4%.

Útflutningur á laxi hefur nú aukist um 30% mælt í verðmæti, farið úr 71 milljarði íslenskra króna í 91 milljarð króna. Það gerist þrátt fyrir að magnið hafi fallið um 8%. Útflutningsverðmæti afurða úr þorski, ýsu og ufsa hefur vaxið um 8,5 milljarða eða 30%, enn magnið hefur aukist um 6%.

 

Deila: