Brim hf. er næst kvótaþakinu

Deila:

Samkvæmt samantekt sem Fiskstofa hefur birt er Brim hf. það félag sem næst er leyfilegu 12% hámarki aflahlutdeildar, kvótaþakinu sem svo er gjarnan nefnt, en félagið ræður yfir 11,34% í aflamarkskerfinu. Í frétt Fiskistofu um samanlagða aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila og lögaðila segir að ekkert eitt félag eða einstaklingur fari yfir þessi kvótamörk. Hins vegar er í samantektinni ekki tekið tilliti til samanlagðra aflaheimilda fiskiskipa í eigu tengdra aðila en vinnsla slíkra upplýsinga stendur nú yfir hjá stofnuninni.

Eftirfarandi fyrirtæki eru stærst í aflamarkskerfinu:

  • Brim hf. 11,34%
  • Samherji Ísland ehf. 7,27%
  • Síldarvinnslan hf. 6,87%

Eftirfarandi fyrirtæki eru stærst í krókaaflamarkskerfinu:

  • Grunnur ehf. 4,7%
  • Jakob Valgeir ehf. 4,12%
  • Stakkavík ehf. 4,06%
Deila: