Sólbergið með sjö milljarða aflaverðmæti

Deila:

Aflaverðmæti frystitogarans Sólbergs ÓF nam á síðasta ári um sjö milljörðum króna, að mati vefsíðunnar aflafrettir.is. Þar er tekinn samann listi yfir afla og aflaverðmæti frystitogaranna tólf sem lönduðu afla í fyrra en sem kunnugt er fjölgaði þeim um einn á árinu þegar frystitogari Samherja, Sólfell EA, hóf veiðar undir árslok.

Samantektarlisti Aflafrétta yfir aflavermæti og afla frystitogaranna er þannig:

Aflaverðmæti Afli
Sólberg ÓF 7,0 12.181,0
Örfirsey RE 4,5 10.392,9
Vigri RE 3,7 9.583,4
Sólborg RE 27 3,3 8.580,3
Arnar HU 3,2 8.333,6
Hrafn Sveinbjarnarsson GK 3,8 8.140,3
Baldvin Njálsson GK 3,9 8.044,1
Blængur NK 3,3 7.471,3
Guðmundur í Nesi RE 3,5 5.908,1
Tómas Þorvaldsson GK 10 2,8 5.899,4
Júlíus Geirmundsson ÍS 2,6 5.070,3
Snæfell EA 310 0,7 1.721,5

 

Deila: