Tvö skip Ísfélagsins landa loðnu

Deila:

Loðnuveiðar eru hafnar á þessu ári hjá Ísfélagi Vestmannaeyja. Uppsjávarskip félagsins, Sigurður VE, lét úr höfn fyrir helgi og hélt á loðnumið fyrir austan land og kom skipið með tæplega 900 tonna farm til vinnslu á Þórshöfn í gærkvöldi. Sömuleiðis var Heimaey VE við loðnuveiðar um helgina og tók síðdegis í gær stefnuna til löndunar í Vestmannaeyjum þar sem landað verður í dag. Skipið er með um 800 tonn af loðnu. Í báðum tilfellum fer loðnan til frystingar.
Uppsjávarskipið Heimaey VE tók þátt í loðnumælingum í síðustu viku ásamt Hornafjarðarskipunum Jónu Eðvalds og Ásgrími Halldórssyni en til viðbótar þeim mældu Hafrannsóknaskipin tvö á miðunum fyrir Norðurlandi. Að mælingunum loknum hóf Heimaey VE veiðar.

Á myndinni er Sigðurður VE í höfninni á Þórshöfn.

Deila: