Ísfélagið kaupir í Fiskeldi Austfjarða

Deila:

Ísfélag Vestmannaeyja hefur fest kaup á rúmlega 16% hlut í Fiskeldi Austfjarða. Þetta kemur fram í tilkynningum til norsku kauphallarinnar og íslenskir miðlar hafa sagt frá í morgun. Ice Fish Farm er skráð í norsku kauphöllina.

Í nóvember síðastliðnum ákvað Måsøval Eiendom, aðaleigandi Fiskeldis Austfjarða, að leita eftir nýjum meðeiganda að eldinu. Ísfélagið kaupir því hlutina af honum en hann átti áður 56% hlut í fyrirtækinu. Eignarhlutur hans hefur nú verður færður í inn nýstofnaða félagið Austur Holding AS, sem Ísfélagið mun eiga 29,3% í.

Áætlað er að viðskiptin hlaupi á um 8,6 milljörðum króna.

Deila: