Grásleppuveiðar hefjast 20. mars

Deila:

Grásleppuveiðar hefjast mánudaginn 20. mars. Hver bátur fær leyfi til að veiða í 25 samfellda daga innan veiðitímabilsins sem stendur til 30. júní. Í innanverðum Breiðafirði hefjast veiðar til 20. maí og standa yfir til 12. ágúst.

Grásleppuveiðimaður getur nú stjórnað því sjálfur hvenær leyfið er gefið út, þar sem það virkjast samdægurs og sótt er um.  Þannig geta aðilar gengið frá umsókn um veiðileyfi að morgni og haldið til veiða þann daginn.

Landssamband smábátaeigenda fagnar þessari nýbreytni.

Deila: